Hoppa yfir valmynd
22. desember 2017 Innviðaráðuneytið

Styrkir til rannsókna á húsnæðismálum auglýstir

Frá undirritun samningsins 8. desember 2017 - myndÍbúðalánasjóður

Meistara- og doktorsnemar við alla háskóla landsins sem vilja stunda rannsóknir á sviði húsnæðismála geta nú sótt um styrki til þess hjá Íbúðalánasjóði. Veittir verða allt að 15 styrkir á ári og getur hver og einn numið að hámarki 1 milljón kr.

Samningur um veitingu styrkjanna var undirritaður 8. desember síðastliðinn þar sem saman voru komnir stjórnendur allra háskólanna sjö, Íbúðalánasjóðs og félags- og jafnréttismálaráðherra.

Með veitingu styrkjanna er vonast til að fjölga verkefnum og rannsóknum á sviði húsnæðismála sem geta eflt íslenskan húsnæðismarkað með aukinni þekkingu og nýjum lausnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta