Hoppa yfir valmynd
4. september 2020

Nýr sendiherra í Svíþjóð

Frá vinstri: Eva Jónsdóttir, Haukur Johnson, Hekla Bjarnadóttir og Hannes Heimisson, sendiherra. - mynd

Karl XVI. Gústaf Svíakonungur staðfesti í vikunni móttöku á trúnaðarbréfi Hannesar Heimissonar, nýs sendiherra Íslands í Svíþjóð. Hannes tók við starfinu af Estrid Brekkan, sendiherra, sem tekið hefur við sem prótokollstjóri utanríkisráðuneytisins í Reykjavík. Hannes og eiginkona hans, Guðrún Margrét Sólonsdóttir, þekkja vel til Svíþjóðar eftir starfstíma Hannesar í sendiráði Íslands í Stokkhólmi og náms Guðrúnar í Stokkhólmsháskóla á árunum 1992 til 1995.

"Það er sérstök ánægja og forréttindi að koma aftur til starfa í sendiráði Íslands í Stokkhólmi með því öfluga starfsfólki sem þar er til staðar. Saman munum við áfram standa vörð um Ísland og hagsmuni Íslendinga hér í Svíþjóð. Kynning á Íslandi sem áfangastað fyrir sænska ferðamenn og á vörum og þjónustu frá Íslandi verður forgangsmál í starfi sendiráðsins á næstu misserum í samstarfi við Íslandsstofu og íslensk fyrirtæki. Alheimsfaraldurinn setur mark sitt á daglegt líf okkar um þessar mundir. En hann mun ganga yfir og í kjölfarið skapast ný og áhugaverð sóknarfæri í samskiptum bræðraþjóðanna Íslands og Svíþjóðar", segir Hannes Heimisson, nýr sendiherra Íslands í Svíþjóð.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta