Auglýst eftir sérfræðingum til að stytta biðlista
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur ákveðið að efna til sérstaks átaks vegna barna sem hafa beðið eftir þjónustu á Greiningar? og ráðgjafarstöð ríkisins og hefur ríkisstjórnin samþykkt sérstaka fjárveitingu til verkefnisins.
Aðgerðaáætlun hefur verið samþykkt sem miðar að því að veita þjónustu börnum sem hafa beðið eftir greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd vegna fatlana og annarra alvarlegra raskana í taugaþroska. Um er að ræða verkefni sem standa mun í um tvö ár.
Af þessu tilefni er leitað að sérfræðingum á þessu sviði.
Hlutverk þverfaglegra teyma
Starfið felst einkum í greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd barna með fatlanir og aðrar alvarlegrar raskanir í taugaþroska. Einnig að veita fjölskyldum þeirra og þjónustuaðilum ráðgjöf, stuðning og fræðslu. Unnið er í þverfaglegum teymum með handleiðslu og þátttöku annarra sérfræðinga Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.
Reynsla og þekking á starfi með börn og fjölskyldur þeirra er æskileg en um er ræða mjög áhugaverð störf fyrir fagfólk með áhuga á þroskafrávikum og fötlunum barna, þjónustu við fjölskyldur og á fræðslu og rannsóknum. Starfið býður upp á fjölþættta reynslu sem auk þess nýtist til sérfræðiviðurkenningar á þessu sviði.
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum og sé tilbúinn til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkissjóð. Um hlutastörf eða verkefnaráðningu getur verið að ræða.
Leitað er að fagfólki á sviði:
- Barnalækninga
- Félagsráðgjafar
- Iðjuþjálfunar
- Klínískrar sálfræði
- Læknaritunar
- Talmeinafræði
- Þroskaþjálfunar
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í síma 510 8400 og netfangi [email protected]. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist forstöðumanni á framangreint netfang eða á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, fyrir 15. júlí nk.
Meginhlutverk Greiningarstöðvarinnar
Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að stuðla að velferð barna með fatlanir og önnur frávik í taugaþroska og fjölskyldna þeirra í nútíð og framtíð, meðal annars með þverfaglegri greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd svo og fræðslu og rannsóknum á sviði fatlana.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður meðal annars upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.