Hoppa yfir valmynd
22. október 2012 Utanríkisráðuneytið

ESB reiðubúið til viðræðna um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga

Íslenskum stjórnvöldum hefur borist staðfesting frá formennskuríki Evrópusambandsins, Kýpur, þess efnis að sambandið sé reiðubúið til að hefja viðræður um samningskafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi og kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga.

Upphaflega hafði framkvæmdastjórn ESB gert ráð fyrir því að þau atriði þessara tveggja kafla sem snúa að sjávarútvegi yrðu hluti af viðræðum um kafla 13 um sjávarútvegsmál en frá því hafa aðildarríki ESB horfið.

Því munu viðræður um takmarkanir í íslenskum lögum á stofnsetningu í sjávarútvegi og aðgang erlendra fiskiskipa, skráðum í ríkjum sem Ísland hefur ekki gert samninga við um flökkustofna, að þjónustu og höfnum, fara fram undir formerkjum kafla 3.

Um fjárfestingar í sjávarútvegi verður að sama skapi fjallað í viðræðum um kafla 4. Evrópusambandið óskar eftir samningsafstöðu Íslands fyrir þessa tvo tilteknu kafla og verður hún í kjölfarið birt á viðræður.is líkt og samningsafstaða allra kafla hingað til.

Bréf um samningskafla 3
Bréf um samningskafla 4

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta