Breiðbandsmál frá sjónarhóli Norðurlanda
Þann 10. október 2002 stóð Norræna ráðherranefndin um upplýsingatækni fyrir ráðherrafundi í Osló um "Breiðbandsmál frá sjónarhóli Norðurlanda" – "IT bredbandspolitik og digitalt indhold í et nordisk perspektiv". Á fundinn mættu ráðherrar upplýsingatæknimála frá öllum Norðurlöndunum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, mætti fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir tóku hver um sig fyrir eitt umræðuefni og í kjölfarið var innlegg frá sérfræðingi af sama þjóðerni. Yfirskrift erindis samgönguráðherra var "Sýn stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga".
- Sýn stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga. Erindi Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra á ráðherrafundi í Osló
- Nordisk ministerrådsmøte for informasjonsteknologi Erindi Ansgar Gabrielsen Nærings- og handelsminister