Stjórn Rannsóknasjóðs 2009-2012
Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Skipunartími er sami og Vísinda- og tækniráðs 2009-2012.
Stjórn Rannsóknasjóðs 2009-2012 skipa:
- Dr. Guðrún Nordal, prófessor, Stofnun Árna Magnússonar, formaður
Varamaður: Dr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor Háskóla Íslands - Dr. Hannes Jónsson, prófessor Háskóla Íslands
Varamaður: Dr. Magnús Már Halldórsson, prófessor Háskólanum í Reykjavík - Dr. Áslaug Helgadóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
Varamaður: Dr. Áslaug Geirsdóttir, prófessor Háskóla Íslands - Dr. Þórunn Rafnar, Íslenskri Erfðagreiningu
Varamaður: Dr. Einar Mantyla, Orf líftækni - Dr. Vilmundur Guðnason, prófessor, Hjartavernd
Varamaður: Dr. Þorvaldur Ingvarsson, prófessor, Háskólanum á Akureyri
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknaverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Stjórn Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs.