Komið til móts við stúdenta: Frekari aðgerðir Menntasjóðs námsmanna
Námsmenn geta einnig óskað þess að útgreiddur séreignasparnaður þeirra á árinu 2020 verði undanþeginn við útreikningi námslána skólaárið 2020-2021. Sjá nánar á vef Menntasjóðs námsmanna.
Frítekjumark námsmanna sem sækja um námslán eftir námshlé eða hafa ekki verið á námslánum á síðasta skólaárið hefur verið hækkað úr þreföldu í fimmfalt en með því er komið til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði.