Hoppa yfir valmynd
16. desember 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um álagningu virðisaukaskatts

Grant Thornton endurskoðun ehf
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík

Reykjavík 16. desember 2013
Tilv.: FJR13040131/16.2.5


Efni: Beiðni um niðurfellingu dráttarvaxta vegna virðisaukaskattsskuldar […], […].

Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, dags. 29. apríl 2013, sem barst ráðuneytinu með tölvupósti sama dag. Með bréfinu er óskað eftir niðurfellingu dráttarvaxta vegna virðisaukaskatts umbjóðanda yðar, […]., kt. […]. Í bréfinu er vísað til ákvörðunar ríkisskattstjóra um álagningu virðisaukaskatts á árinu 2006. Umbjóðandi yðar hafi sent inn leiðréttingarskýrslu RSK 10.26 með ársreikningi og í kjölfar bréfaskipta hafi verið gerðar breytingar á áður álögðum virðisaukaskatti sem tóku gildi þann 4. mars 2011.

Málavextir og málsástæður
Þann 29. apríl 2013 móttók ráðuneytið erindi yðar vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um breytingar á álagningu virðisaukaskatts til samræmis við innsenda leiðréttingarskýrslu RSK 10.26. Fram kemur að breytingin hafi verið framkvæmd þann 4. mars 2011 að undangengnum bréfaskriftum af hálfu umbjóðanda yðar og skattyfirvalda. Breytingin hafði það í för með sér að inneign samtals að fjárhæð 1.705.070 kr. myndaðist vegna tímabila 08, 16 og 24 og skuld að fjárhæð 525.952 kr. vegna tímabils 32. Hafi umbjóðandi yðar því átt inni samtals 1.179.119 (sic) kr. vegna ársins. Við úrskurð málsins hafi dráttarvextir að fjárhæð 577.787 kr. myndast þar sem gildisdagsetningar inneignarskýrslna hafi verið ákvarðaðar þann 4. mars 2011, er málið var afgreitt, en greiðsluskýrsla vegna tímabils 32 hafi hins vegar fengið gildisdagsetningu þann 5. október 2006. Þrátt fyrir að gjaldandi hafi í raun átt inneign hjá ríkissjóði geri þessi framkvæmd það að verkum að vaxtamunur greiðslu og inneignaskýrslna verði óeðlilega mikill. Þetta hljóti að teljast óeðlilegt sér í lagi þegar litið verði til þess að afgreiðsla málsins tók svo langan tíma hjá skattstjóra sem raun ber vitni. Í beiðninni er farið fram á að dráttarvextir sem reiknast vegna breytinganna frá árinu 2006 verði felldir niður.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir því með béfi, dags. 21. maí 2013, að ríkisskattstjóri, tollstjóri og Fjársýsla ríkisins gæfu umsögn um erindi […].

Í umsögn ríkisskattstjóra er barst ráðuneytinu þann 24. júní 2013, kemur fram að ríkisskattstjóri telur í ljósi þess hversu langan tíma meðferð málsins hafi tekið, sá dráttur sé óútskýrður í gögnum málsins og með hliðsjón af málshraðareglu stjórnsýslulaga, hefði afgreiðslu erindisins átt að ljúka með ákvörðun skattstjóra eigi síðar en 15. júlí 2007. Hafi gildisdagsetningar vegna ákvörðunar RSK því eigi verið ákvarðaðar með hliðsjón af málsatvikum. Telur ríkisskattstjóri með vísan til framangreinds rétt að miða gildisdagsetningar vegna álagningar virðisaukaskatts fyrir árið 2006, tb. 08-24 og tb. 40-48 við 15. júlí 2007. Jafnframt telur ríkisskattstjóri að skoða þurfi hvort efni hafi verið til þess að ákvarða gjaldanda dráttarvexti á inneign tímabils 32-2006, sbr. 4. mgr. 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Umsögn tollstjóra barst ráðuneytinu þann 1. júlí 2013. Telur tollstjóri ekki fyrir hendi heimild í lögum til þess að fella niður dráttarvexti af vangreiddum virðisaukaskatti. Þá telur tollstjóri afgreiðslu málsins hafa verið í samræmi við verklagsreglur ríkisskattstjóra um að færa beri gildisdagsetningu virðisaukaskatts til þess tíma sem skýrslu bar að skila. Svo hafi verið gert í tilviki kæranda og ekki séu lagaheimildir til að fella niður lögboðna dráttarvexti.

Umsögn Fjársýslu ríkisins barst ráðuneytinu þann 22. júlí 2013. Í umsögninni kemur fram að Fjársýsla ríkisins og tekjubókhaldskerfi ríkisins reikni inneignar- og dráttarvexti í samræmi við úrskurðaðar gildisdagsetningar sem ákvarðaðar eru með úrskurði ríkisskattstjóra. Það sé því ríkisskattstjóra að taka afstöðu til gildisdagsetninga með úrskurði sínum. Fjársýslan tekur ekki efnislega afstöðu til erindisins að öðru leyti en því að benda á að vaxtaútreikningi í tilviki kæranda verði ekki breytt í tekjubókhaldskerfi ríkisins nema ríkisskattstjóri breyti gildisdagsetningum í úrskurði sínum.

Í IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er kveðið á um uppgjörstímabil, gjalddaga, álag, kærur o.fl. Í 1. mgr. 28. gr. laganna kemur fram að ef virðisaukaskattur er ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga skuli greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Sama gildi ef endurgreiðsla hafi verið of há. Samkvæmt 4. mgr. ákvæðisins skal ríkissjóður greiða dráttarvexti í samræmi við 1. mgr. á endurgreiðslur samkvæmt 25. gr. ef hún er ekki innt af hendi innan mánaðar frá lokum frests samkvæmt sömu grein. Í máli þessu liggur fyrir, sbr. umsögn ríkisskattstjóra, dags. 24. júní sl., að ljúka hefði átt erindi umbjóðanda yðar eigi síðar en 15. júlí 2007.
Með vísan til framangreinds mun ráðuneytið beina þeim tilmælum til embættis ríkisskattstjóra að ákvörðun ríkisskattstjóra um gildisdagsetningar í málinu verði endurupptekin.




Fyrir hönd ráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta