Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2019

Forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra í Helsinki

Forsætis- og umhverfisráðherrar Norðurlandanna hittast í Helsinki föstudaginn 25. janúar til að ræða loftslagsvána og fylgja eftir umræðum á alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í Katowice undir lok síðasta árs. Sérstök áhersla verður á norrænt samstarf um aðgerðir til að tryggja að Norðurlöndin verði kolefnishlutlaus. 
Af Íslands hálfu sækja fundinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra funda um loftslagsmál í Helsinki

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta