Hoppa yfir valmynd
24. júní 2022 Matvælaráðuneytið

Fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki það sama

Síðustu misseri hafa hugtökin „fæðuöryggi“ og „matvælaöryggi“ verið mikið notuð í umræðunni enda hafa bæði sterkari skírskotun til stjórnvalda og almennings vegna breyttrar heimsmyndar.

Þó að keimlík séu hafa hugtökin sitthvora þýðinguna, en eðlilega vill stundum bregða svo við að þeim er ruglað saman.

Skilgreiningarnar á hugtökunum eru:

Fæðuöryggi:
Þegar allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.

Matvælaöryggi:
Þegar matvæli eru örugg til neyslu. Matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hætta á matarsjúkdómum er í lágmarki. Matvæli eru varin fyrir sýkingarvöldum og efnasamböndum sem valdið geta neytendum heilsutjóni.

Gætum að matvælaöryggi og tryggjum fæðuöryggi!


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta