Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Nýr nemendahópur í Landgræðsluskólanum

Nýnemar Landgræðsluskólans. Ljósmynd: UNU-LRT - mynd

Nýr hópur nema hefur hafið nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins.

Nemarnir í ár eru alls sautján og koma frá níu löndum í Afríku og Asíu. Þeir eru allir starfandi sérfræðingar í sínum heimalöndum og hafa fengið hálfs árs leyfi frá störfum til að sækja sex mánaða námskeið Landgræðsluskólans  um landhnignun og afleiðingar hennar, sjálfbæra landnýtingu og vistheimt.

Nemarnir koma frá Gana, Eþíópíu, Úganda, Lesótó og Malaví í Afríku og frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan í Mið-Asíu.

Í heimalöndum sínum starfa þau á sviði landnýtingar og landverndarmála, ýmist við rannsókna- og eftirlitsstofnanir, héraðsstjórnir, ráðuneyti eða háskóla, en einnig starfa sum þeirra á vegum borgarasamtaka. Að loknu námi við Landgræðsluskólann fara þau aftur til starfa sinna, þar sem námið mun nýtast þeim í þeim áskorunum sem þau þurfa að takast á við í vinnu sinni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi
 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta