Hoppa yfir valmynd
19. júní 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Engir nýir starfshópar skipaðir af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2022

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - mynd

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns um skipan nefnda og ráða. Í stað nefnda og starfshópa hefur ráðuneytið fylgt þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki er greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum.

Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fylgdi nýju ráðuneyti einstakt tækifæri til breytinga á vinnulagi innan stjórnsýslunnar. Þannig eigi stjórnsýslan ekki að ráðast af eigin umfangi, heldur þeim árangri sem verkefni skila. Vinnustofur, breyttir starfshættir og aðrar nýjungar endurspegli þetta.

Mikil hagræðing og skýr árangur

„Vinnustofur eins og þær sem við höfum stuðst við byggjast á samskiptaaðferðum sem leiðandi fyrirtæki á alþjóðavettvangi hafa tamið sér. Þær eiga í eðli sínu að efla samtal og skilvirkni en fyrst og fremst draga þær úr töfum,” segir Áslaug Arna. ,,Með nýju fyrirkomulagi höfum við náð árangri mun hraðar, ásamt því að ná fram sparnaði á tíma, peningum og mannafla.“

Að mati ráðherra er mikilvægt að skoða hvernig fjármunum er best varið hverju sinni í því skyni að vel sé farið með fé. Þannig er einnig mikilvægt að gera breytingar sem eru vænlegar til að bera árangur. Með breytingum á borð við innleiðingu vinnustofa í stað nefnda, ráða og starfshópa fylgir ákveðin hagræðing en ekki síður aukinn árangur og breytingar sem eru til góðs fyrir samfélagið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta