Hoppa yfir valmynd
27. mars 2020 Dómsmálaráðuneytið

Margrét María skipuð lögreglustjóri á Austurlandi

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Margréti Maríu Sigurðardóttur í embætti lögreglustjórans á Austurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Hún var valin úr hópi þriggja hæfustu umsækjendanna til að gegna starfinu.

Margrét María er lögfræðingur að mennt og hefur auk þess sótt sér ýmiss konar viðbótarmenntun. Hún á að baki langan starfsferil hjá hinu opinbera og hefur verið forstöðumaður opinberrar stofnunar í hátt í átján ár. Hún hefur því umfangsmikla stjórnunar- og rekstrarreynslu.

Hún gegndi embætti umboðsmanns barna í tíu ár og hefur nú síðast verið forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Fyrr á starfsferli sínum starfaði hún sem fulltrúi sýslumanns hjá hinum ýmsu embættum ásamt því að hafa verið sjálfstætt starfandi lögmaður um tíma.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta