Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2006 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 27. febrúar 2006

Fundargerð

Fundur í mannanafnanefnd haldinn mánudaginn 27. febrúar 2006. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir (KLÍ), Baldur Sigurðsson (BS) og Ágústa Þorbergsdóttir (ÁÞ), en hin síðastnefnda hefur verið tilnefnd af hálfu hugvísindadeildar Háskóla Íslands sem aðal-maður í mannanafnanefnd.

 

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

 

1.

 

Ár 2006, mánudaginn 27. febrúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 10/2006

 

Eiginnafn:                Curver (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 1. mgr. 5. gr. og 2. og 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju

eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

 

Eiginnafnið Curver getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn núlifandi Íslendingur nafnið Curver í þjóðskrá og því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulags-reglur. Eiginnafnið Curver uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Curver er hafnað.

 




2.

 

Ár 2006, mánudaginn 27. febrúar er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 11/2006

 

Eiginnafn:                Twist (kk.)

Millinafn:                 Twist

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Í beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er óskað eftir eiginnafninu Twist en í umsókn [...] um nafnbreytingu, dags. 25. janúar 2006, kemur fram óskað er eftir millinafninu Twist. Mannanafnanefnd ákvað að afgreiða málið í samræmi við óskir beggja, þ.e. annars vegar sem karlkyns eiginnafn og hins vegar sem millinafn.

 

a) Twist sem eiginnafn (kk.)

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.  Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 1. mgr. 5. gr. og 2. og 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju

eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

 

Eiginnafnið Twist getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn núlifandi Íslendingur nafnið Twist í þjóðskrá og því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulags-reglur. Eiginnafnið Twist uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

b)  Twist sem millinafn

Skilyrði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru neðangreind:

(1)   Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.

(2)   Nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karla eða eigin-nöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn.

(3)   Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

(4)   Millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.


Nafnið Twist er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Eins og áður er getið ber enginn núlifandi Íslendingur nafnið Twist í þjóð-skrá. Millinafnið Twist er ekki eiginnafn foreldris umsækjanda í eignarfalli og ekki er vitað til þess að alsystkini, foreldri, afi eða amma umsækjanda beri eða hafi borið nafnið Twist sem eiginnafn eða millinafn. Millinafnið Twist telst því ekki uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hvorki sem sérstakt né almennt millinafn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Twist (kk.) og millinafnið Twist er hafnað.

 

   

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

  



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta