Hoppa yfir valmynd
3. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Landspítali fær fjármagn til að útvista tilteknum aðgerðum og stytta þannig biðlista

Landspítali í Fossvogi - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Landspítala 60 milljónir króna sem gerir spítalanum kleift að útvista vel á annað hundrað valdra aðgerða og stytta með því biðlista. Um er að ræða tiltölulega einfaldar aðgerðir sem ekki er líklegt að kalli á innlögn á sjúkrahús eða gjörgæsluþjónustu.

„Þetta er mikilvægt verkefni í þágu sjúklinga sem annars þurfa að bíða óhóflega lengi eftir aðgerð sem er íþyngjandi og slæmt fyrir heilsu fólks. Ég bind vonir við að hægt verði að ráðast í fleiri og stærri verkefni með þetta að markmiði á næstu mánuðum“ segir Willum Þór.

Ráðist var í sambærilegt átak fyrr í haust þegar heilbrigðisráðuneytið ráðstafaði 26 milljónum króna til Landspítala í þessu skyni, en þurft hefur að fresta fjölda aðgerða á Landspítala vegna Covid-19. Skurðlæknar spítalans framkvæmdu aðgerðirnar en Klíníkin í Ármúla útvegaði alla aðstöðu og sá um mönnun verkefnisins að öðru leyti.  Heilbrigðisráðuneytið óskaði í nóvember síðastliðnum eftir upplýsingum frá Landspítala um möguleika þess að ráðast í sambærilegt verkefni til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum. Niðurstaðan er sú að með fjárframlagi frá heilbrigðisráðuneytinu verður hægt að framkvæma vel á annað hundrað aðgerða á þessum forsendum. Aðgerðirnar sem stefnt er að því að útvista eru aðgerðir vegna þvagleka, brjóstaaðgerðir og kviðarholsskurðaðgerðir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta