Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. desember 2001
Þann 18. desember 2001, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 106/2001
Eiginnafn: Brigitta (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Brigitta telst vera ritmynd af eiginnafninu Birgitta og skal fært á mannanafnaskrá.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Brigitta er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af Birgitta.
Mál nr. 107/2001
Eiginnafn: Valíant (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Valíant tekur eignarfallsendingu (Valíants) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Valíant er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 108/2001
Eiginnafn: Guðmon (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Guðmon tekur eignarfallsendingu (Guðmons) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Guðmon er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 109/2001
Eiginnafn: Ísmael (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Ísmael tekur eignarfallsendingu (Ísmaels) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ísmael er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 110/2001
Eiginnafn: Alída (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Alída tekur eignarfallsendingu (Alídu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Alída er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 111/2001
Eiginnafn: Tamara
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Tamara tekur eignarfallsendingu (-u) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. (Það athugast að eignarfallsmynd nafnsins getur verið: Tamöru/Tömöru).
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Tamara er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 112/2001
Eiginnafn: Sigurgeira (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Sigurgeira tekur eignarfallsendingu (Sigurgeiru) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sigurgeira er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 113/2001
Eiginnafn: Örn (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Örn telst vera karlmannsnafn og er það á mannanafnaskrá sem slíkt. Með vísan til 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn er beiðni um eiginnafnið Örn sem kvenmannsnafn hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Örn (kvk.) er hafnað.
Mál nr. 114/2001
Kenninafn: Birgis
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, skulu föðurnöfn mynduð þannig að nafn föður kemur í eignarfalli að viðbættu dóttir, ef kvenmaður er. Með vísan til þessa er ekki unnt að verða við beiðni um kenninafnið Birgis.
Úrskurðarorð:
Beiðni um kenninafnið Birgis er hafnað.
Mál nr. 115/2001
Eiginnafn: Tryggvason (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Ekki er hefð fyrir því að eiginnöfn séu mynduð á sama hátt og kenninöfn (son/dóttir) og telst slík myndun eiginnafna ekki vera í samræmi við íslenskt málkerfi sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Eiginnafnið Tryggvason telst því ekki fullnægja 1. mgr. 5. gr. og er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Tryggvason er hafnað.
Mál nr. 116/2001
Millinafn: Berry
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Berry telst ekki uppfylla ákvæði 2. mgr. sbr. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Berry er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Berry er hafnað.
Mál nr. 117/2001
Kenninafn: Nikulásson
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Úrskurðarbeiðandi, ber nú kenninafnið XX, en úrskurðarbeiðanda er heimilt að kenna sig til föður, þ.e. Nicholas. Úrskurðarbeiðandi hefur óskað þess að kenninafn hans verði dregið af erlendu eiginnafni foreldris en að nafnið verði aðlagað íslensku máli. Kenninafn úrskurðarbeiðanda er hér með aðlagað íslensku máli og má kenninafn vera Nikulásson.
Úrskurðarorð:
Beiðni kenninafnið Nikulásson er tekin til greina.
Mál nr. 118/2001
Eiginnafn: Hávarr (kk.)
Beiðni um endurupptöku.
Upp hefur verið kveðinn úrskurður um Hávarr, sbr. mál nr. 92/1999. Hávarr telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og er andstætt íslenskri hljóðþróun, þó hefð hafi skapast fyrir fáeinum nöfnum með þessari endingu (-rr). Ekki telst því vera tilefni til endurupptöku máls þessa.
Úrskurðarorð:
Beiðni um endurupptöku er hafnað.
Mál nr. 119/2001
Eiginnafn: Timila (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Nafnið Timila telst ekki fara að almennum hljóðfarsreglum íslensks máls og ekki í samræmi við hljóðfarshefð í íslenskum nöfnum. Telst nafnið þannig fara í bága við íslenskt málkerfi, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um Timila er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Timila er hafnað.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.