Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2002 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 7. febrúar 2002

Þann 7. febrúar 2002, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

Mál nr. 6/2002

Eiginnafn: Nansý (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Nansý tekur eignarfallsendingu (Nansýjar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nansý er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 7/2002

Eiginnafn: Ingimaría (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnmyndun þessi telst hafa unnið sér hefð í sambærilegum íslenskum nöfnum., sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og skal fært á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ingimaría er samþykkt.

Mál nr. 8/2002

Eiginnafn: Geira (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Geira tekur eignarfallsendingu (Geiru) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Geira er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 9/2002

Eiginnafn: Bæron (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Bæron tekur eignarfallsendingu (Bærons) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bæron er tekin til greina og skal fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 10/2002

Eiginnafn: Bríanna (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Bríanna telst vera ritmynd eiginnafnsins Bríana og skal fært á mannanafnaskrá sem slíkt.

Úrskurðarorð:

Eiginnafnið Bríanna telst vera ritmynd eiginnafnsins Bríana skal það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd þess.

Mál nr. 11/2002

Millinafn: Bíldsfells

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Bíldsfells telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Bíldsfells er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Bíldsfells er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 12/2002

Millinafn: Laufland

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Laufland telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Laufland er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Laufland er samþykkt.

Mál nr. 13/2002

Eiginnafn: Bjarkar (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Bjarkar hefur þegar verið tekið á mannanafnaskrá sem eiginnafn karla. Með vísan til 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 er beiðni um eiginnafnið Bjarkar sem kvenmannsnafn hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um nafnið Bjarkar (kvk.) er hafnað.

Mál nr. 14/2002

Millinafn: Hafnfjörð

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Hafnfjörð telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Hafnfjörð er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Hafnfjörð er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 15/2002

Breyting á rithætti: Sævar í Sævarr (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Sævarr telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og er andstætt íslenskri hljóðþróun, þó hefð hafi skapast fyrir fáeinum nöfnum með þessari endingu (-rr). Ekki telst því rithátturinn Sævarr fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um breytingu á rithætti úr Sævar í Sævarr er hafnað.

Mál nr. 16/2002

Breyting á rithætti: Ragnhild í Ragnhildur

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Úrskurðarorð:

Beiðni um breytingu á rithætti úr Ragnhild í Ragnhildur er samþykkt.

Mál nr. 17/2002

Eiginnafn: Goðmundur (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Goðmundur tekur eignarfallsendingu (Goðmundar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Goðmundur er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 18/2002

Eiginnafn: Gneisti (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Gneisti tekur eignarfallsendingu (Gneista) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Gneisti er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 19/2002

Eiginnafn: Vincent (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Vincent telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir rithætti þessum. Beiðni um Vincent er hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Vincent er hafnað.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta