Mannanafnanefnd, úrskurðir 11. apríl 2002
Þann 11. apríl 2002, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 24/2002
Eiginnafn: Víóletta (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Víóletta tekur eignarfallsendingu (Víólettu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Víóletta er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 25/2002
Eiginnafn: Kristall (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Kristall tekur eignarfallsendingu (Kristals) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Kristall er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 26/2002
Eiginnafn: Irmý (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Irmý tekur eignarfallsendingu (Irmýjar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Irmý er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 27/2002
Eiginnafn: Kládía (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Kládía tekur eignarfallsendingu (Kládíu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Kládía er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 28/2002
Eiginnafn: Stirnir (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Stirnir tekur eignarfallsendingu (Stirnis) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Stirnir er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 29/2002
Eiginnafn: Dimmblá (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dimmblá tekur eignarfallsendingu (Dimmblár, -ar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dimmblá er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 30/2002
Beiðni um eiginnafn: Sævarr (kk.)
Fram hefur komið beiðni um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 15/2002 frá 7. febrúar 2002. Af hálfu úrskurðarbeiðanda er vísað til þess að rithátturinn Sævarr hafi unnið sér hefð í íslensku.
Samkvæmt vinnulagsreglum mannanafnanefndar telst nafn ekki hefðað nema að það sé borið af tilteknum fjölda nafnbera. Nafnið Sævarr telst ekki uppfylla viðmiðunarreglur mannanafnanefndar um hefð. Ritháttur sá, að rita nafn með tveimur errum (-err) í endingarlið, fer gegn almennum ritreglum íslensks máls, sbr. 3. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 og er andstæður íslenskri hljóðþróun. Það athugast að þó svo að ending þessi hafi verið eðlilegur ritháttur á ritunartíma fornsagna, var hún aflögð á 14. öld.
Mannanafnanefnd hefur, með vísan til 1. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, tekið á mannanafnaskrá nokkur karlmannsnöfn með rr endingu, sem höfðu unnið sér hefð í íslensku máli. Að öðrum kosti telst slík ending ekki í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996.
Með vísan til framanritaðs og þess að ekki hafa komið fram rök fyrir endurupptökubeiðni þessari er henni hafnað.
Einn nefndarmanna lýsti sig ósammála niðurstöðu meirihluta nefndarmanna, en skilaði ekki séráliti.
Úrskurðarorð:
Beiðni um endurupptöku er hafnað.
Mál nr. 31/2002
Breyting á rithætti: Heiðar í Heiðarr
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Heiðarr telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og er andstætt íslenskri hljóðþróun, þó hefð hafi skapast fyrir fáeinum nöfnum með þessari endingu (-rr). Ekki telst því rithátturinn Heiðarr fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Sjá og rökstuðning í máli nr. 30/2002.
Úrskurðarorð:
Beiðni um breytingu á rithætti úr Heiðar í Heiðarr er hafnað.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.