Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2022

Utanríkisráðherra fundaði með varautanríkisráðherra Indlands í Reykjavík

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Meenakashi Lekhi, varautanríkisráðherra Indlands funduðu í Reykjavík 19. ágúst. Samstarf á sviði jarðvarma, sjávarútvegs, menningar, jafnréttis, nýsköpunar og viðskipta voru meðal umræðuefna. Þá ræddu ráðherrarnir einnig stöðu heimsmála og innrás Rússa í Úkraínu.

Indland og Ísland fagna í ár hálfrar aldar stjórnmálasambandi og var Meenakashi Lekhi stödd hér á landi ásamt sendinefnd af því tilefni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta