Sigurður Bárðarson - Inngangur / almennur kafli
Stjórnarskrárnefnd forsætisráðuneytisins
23. 01. 2014
Tillaga til nefndar um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldis Íslands.
Í tilefni af endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins vil ég hér með mæla með að eftirfarandi eða samsvarandi ákvæði verði sett inn í inngang eða almennan kafla stjórnarskrár Íslands:
Við, hin íslenska þjóð, leitumst við að koma fram við aðrar þjóðir á svipaðan eða sambærilegan hátt og við óskum eftir að aðrar þjóðir komi fram við okkur.
Ég hef þá trú að þannig ákvæði í stjórnarskrám þjóða almennt myndi stuðla að auknum friði í heiminum og mannkærleika þjóða á milli og að við Íslendingar getum lagt þar lóð á vogarskálar.
Virðingarfyllst,
Sigurður Bárðarson
Avatarmeistari – Vitki
Sérhver gleðistund lífs þíns er gjöf til alls heimsins