Norræn matargerð og framtíð í sjálfbærri matarferðaþjónustu: Ráðstefna 30. september
Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu á Hótel Valaskjálf þar sem kynntur verður afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan hefst klukkan 10 og henni lýkur um klukkan 16.
Nordic Food in Tourism er eitt af þremur formennskuverkefnum Íslands í norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiðir verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís.
Norrænir samstarfsaðilar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskóla og atvinnulífi kemur að verkefninu.
Ráðstefnan fer fram á ensku og verður einnig aðgengileg á Zoom.
Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna
Fyrirlestrar (í stafrófsröð):
Afton Halloran, PhD Independent Consultant in Sustainable Food Systems Transitions:
Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems
Bård Jervan, Senior partner and founder of MIMIR AS and co-founder of BeSmart Nordics AS
The new National Tourism Strategy for Norway, and how food experiences is part of it
Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. in Nutritional Medicine
Food and nutrition as medicine – changes ahead
Brynja Laxdal M.Sc. Nordic food in Tourism
Nordic food in Tourism, project, and results 2019-2021
Daniel Byström, Industrial Designer and Founder of the Swedish design agency, Design Nation
Visitor´s Journey and design thinking
Erik Wolf, founder of the food travel trade industry, and Founder and Executive Director of the World Food Travel Association
The future of Food Tourism
Jonatan Leer, PhD, Head of food and Tourism Research University College Absalon, Roskilde Denmark
Sustainable Food Tourism in the Nordic Region: examples, definitions and challenges
Sara Roversi, Founder of Future Food Network and Director at Future Food Institute
How will food tech shape the future of food?
Þórhallur Ingi Halldórsson, Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland
Towards sustainable diets: Facts, obstacles, and future perspectives
Presentations on best case practices from Aland Island, Denmark, Faroe Island, Finland, Greenland, Iceland, Norway, and Sweden.
Nánar um Nordic Food in Tourism
Meðal helstu markmiða verkefnisins er að skoða breytta neysluhegðun ferðalanga og hvernig þeir kjósa að nálgast mat og afurðir á sínum ferðalögum. Loftlagsmál og breytt umhverfisvitund gesta sem sækja Norðurlöndin heim hefur mikið að segja í þessu samhengi.
Meðal afurða verkefnisins eru svör við því hvernig ætla má að gestir okkar velji matvæli, samsetningu þeirra og framleiðsluaðferðir og þá hvernig þurfum við þurfum að mæta þessum þörfum.
Mikil áhersla er lögð á að einblína á mat í ferðaþjónustu en ekki aðeins matarferðaþjónustu.
Samstarfsaðilar að verkefninu munu að auki nýta þann þekkingarbrunn og niðurstöður sem koma fram til að miðla áfram og verða leiðandi í sjálfbærni og þróun þegar kemur að mat og ferðaþjónustu.
Hér finnur þú nánari upplýsingar um Nordic Food in Tourism: https://nordicfoodintourism.is/