Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Tekjur úr séreignalífeyrissjóðum skerða ekki atvinnuleysisbætur og húsaleigubætur

Hætt verður að skerða atvinnuleysisbætur og húsaleigubætur vegna tekna úr séreignarlífeyrissjóðum samkvæmt frumvarpi félags- og tryggingamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um húsaleigubætur sem Alþingi hefur samþykkt. Þeir sem hafa fengið skertar atvinnuleysisbætur vegna séreignalífeyrisgreiðslna eftir 1. mars 2009 eiga rétt á endurgreiðslu sem nemur skerðingunni. Sækja þarf um endurgreiðslu til Atvinnuleysistryggingasjóðs fyrir 1. september 2010.

Gilditími ákvæðis um hlutfallslegar atvinnuleysisbætur framlendur til 31. desember nk.

Með breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar hefur verið framlengdur gildistími bráðabirgðaákvæðis um greiðslu hlutfallslegra atvinnuleysisbóta þegar starfshlutfall fólks hefur verið skert vegna erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði. Gildistími ákvæðisins er nú til 31. desember 2010.

Upplýsingar um málið á vef Alþingis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta