Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bréf til alþingismannanna

29. júní 2010

Alþingi hafi velferð þeirra sem veikast standa í brennidepli

Velferðarvaktin hefur í vetur fjallað sérstaklega um aðstæður þeirra sem stóðu höllum fæti fyrir kreppu og standa margir þeirra enn verr í dag. Á fundi velferðarvaktarinnar, 15. júní sl., var fjallað um stöðu lífeyrisþega á tímum efnahagsþrenginga. Gestir fundarins voru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara í Reykjavík, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar. Félags- og tryggingamálaráðherra sat fyrri hluta fundarins. Umræður á fundinum voru málefnalegar og var rætt um forgangsröðun brýnna verkefna sem stjórnvöld þurfa að takast á hendur. Ekki var einungis fjallað um stöðu lífeyrisþega heldur stöðu heimila og fjölskyldna í öllu samfélaginu og hversu mikilvægt það væri að horfa á forgangsröðunina út frá samfélaginu í heild.

Á fundinum kom það sjónarmið fram að umræðan á Alþingi í dag endurspegli ekki ástandið í samfélaginu og þær alvarlegu afleiðingar sem efnahagshrunið hefur haft á aðstæður fólksins í landinu. Áherslur séu ekki í samræmi við þann vanda sem blasi við mörgum heimilum. Á fundinum var samþykkt að skora á alþingismenn að beina sjónum sínum og umræðunni á Alþingi að velferð þeirra sem veikastir standa og horfa heildstætt og málefnalega á fjármál ríkisins þannig að skynsamleg forgangsröðun verði möguleg.

Með góðri kveðju,

Lára Björnsdóttir
formaður velferðarvaktarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta