Hoppa yfir valmynd
16. mars 2021 Utanríkisráðuneytið

Sendiherra afhendir trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Búlgaríu

Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku, afhenti í dag Rumen Radev, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Búlgaríu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Afhendingin fór fram í forsetahöllinni í Sófíu.

Af þessu tilefni átti sendiherra fund með forseta Búlgaríu, þar sem þau ræddu m.a. verkefni sem Búlgaría og Ísland standa saman að á vegum uppbyggingarsjóðs EES í Rúmeníu og frekari möguleika til tvíhliða samstarfs á þeim vettvangi. Aukin viðskipti milli landanna á undanförnum árum bar einnig á góma og áhugi til að efla þau enn frekar. Fundinn sátu einnig Dimiter Ikonomov, utanríkismálaráðgjafi forsetans og Milen Lyutskanov, varautanríkisráðherra Búlgaríu.

Sendiherra fundaði einnig í búlgarska utanríkisráðuneytinu og með fulltrúum uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu.

Auk Búlgaríu er sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn jafnframt sendiráð Íslands gagnvart Rúmeníu og Tyrklandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta