Nýtt fræðsluefni um aðgerðir gegn peningaþvætti
Stýrihópur dómsmálaráðherra um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur unnið að gerð fræðsluefnis um málaflokkinn. Í nóvember var birt fræðsluefni um þjálfun starfsmanna og rannsóknar- og tilkynningarskyldu tilkynningarskyldra aðila. Það efni hefur verið uppfært að teknu tilliti til þeirra lagabreytinga sem gerðar voru um áramótin. Jafnframt er nú birt fræðsluefni um ábyrgðarmenn og áhættusöm ríki.
Áfram verður unnið að gerð fræðsluefnis, t.d. um áreiðanleikakönnun og áhættumat, á vettvangi stýrihópsins sem gert er ráð fyrir að birt verði á næstunni.
Sjá nánar hér.