Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. nóvember 2013

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Ingibjörg Broddadóttir, velferðarráðuneyti, Elín Rósa Finnbogadóttir, varam. Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, varamaður Unnars Stefánssonar, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og ÖBÍ, Margrét Steinarsdóttir, tiln. af Mannréttindaskrifstofu Íslands, Lovísa Lilliendahl, velferðarráðuneyti, Svanborg Sigmarsdóttir frá Umboðsmanni skuldara, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tiln. skipuð af velferðarráðherra, Björg Bjarnadóttir, tiln. af Kennara-sambandi Íslands, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Garðar Hilmarsson, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti, sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og fór yfir dagskrá fundarins..

1.      Fundargerð 90. fundar

Farið yfir fundargerð 90. fundar.  Fram komu athugasemdir og umræður um lið 3. í fundar-gerðinni og verður tekið tillit til athugasemdanna.

2.      Margrét Steinarsdóttir kynnir tilskipanir ESB um mismunun sem tekur til kyns, kynhneigðar, fötlunar, aldurs og uppruna

Margrét kynnti mismununartilskipanir ESB og fór yfir íslensku löggjöfina s.s. stjórnskipunar-lögin, hegningarlögin, lög um Mannréttindasáttmála Evrópu og tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.  Þá kynnti hún samning SÞ um réttindi fólks með fötlun sem Ísland undirritaði 2007 og 12. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem tók gildi 2005 og Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt.  Enn fremur rakti Margrét reglur ESB um bann við mismunun og gildissvið tilskipananna og tók sem dæmi gagnkvæma ábyrgð hjóna á sköttum hvors annars sem fellur oftar á konuna.  Hún ræddi hugtakið mismunun sem getur bæði verið bein og óbein og upplýsti að Evrópudómstóllinn hefur teygt sig langt í túlkun tilskipananna. Þá kynnti hún sameiginleg ákvæði og tiltók dæmi þar um s.s. um sönnunarbyrði, fólk gert að fórnarlömbum, skaðabætur og að lokum ræddi hún fjölþætta mismunun sem m.a. tekur til breytts stofnanafyrirkomulags en sem dæmi um það má nefna fyrirhugaða sameiningu Fjölmenningarseturs, Jafnréttisstofu og réttindagæslu fatlaðs fólks.  Samantekt og glærur Margrétar er að finna á vefslóð velferðarráðuneytisins.

Þá sagði Margrét frá nýlegri skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands um hatursáróður og benti á að skýrslan væri aðgengileg á vef skrifstofunnar. Hún sagði að meira væri tekið á hatursumræðu í nágrannalöndum okkar heldur en hér á landi.  Hún nefndi dæmi um íslenskar útvarpsstöðvar þar sem fram kæmi hatursáróður.  Hún upplýsti að skýrslan muni verða send fjölmiðlum og að reynt verði að fá kynningu á henni, t.d. í Kastljósi. – Orðum fylgir ábyrgð er rauði þráðurinn í No Hate Speech, skýrslunni um hatursáróður.  Margréti þakkað fyrir afar góða og áhugaverða kynningar.

Í umræðum sem fylgdu á eftir kom m.a. fram að innan vinnumálamarkaðarins hafa tilskipanirnar haft jákvæð áhrif.  Undirbúningur lagafrumvarps hefur verið í undirbúningi um árabil og nú er það yfirlýstur vilji félags- og húsnæðismálaráðherra að þær verði að lögum.Varðandi breytt stofnana-fyrirkomulag komu fram áhyggjur  um stöðu fatlaðs fólks innan nýrrar sameinaðrar stofnunar og það sama gæti gilt um jafnrétti kynjanna.Brýnt að sérfræðingur verði á hverju sviði.  Sameiningin megi ekki vera á kostnað einstakra hópa.

Fundi slitið kl. 16:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta