Skrá yfir listabókstafi stjórnmálasamtaka
Frestur stjórnmálasamtaka til að tilkynna innanríkisráðuneytinu ósk um listabókstaf rann út þriðjudaginn 9. apríl kl. 12 á hádegi vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013. Ráðuneytið birtir hér með skrá yfir listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar ásamt bókstöfum þeirra stjórnmálasamtaka sem tilkynntu ráðuneytinu að þau hygðust bjóða fram lista við komandi alþingiskosningar, sbr. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
SKRÁ YFIR LISTABÓKSTAFI STJÓRNMÁLASAMTAKA | |
---|---|
A-listi: |
Björt framtíð |
B-listi: |
Framsóknarflokkur |
C-listi: |
Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar |
D-listi: | Sjálfstæðisflokkur |
F-listi: | Frjálslyndi flokkurinn |
G-listi: | Hægri grænir, flokkur fólksins |
H-listi: |
Húmanistaflokkurinn |
I-listi: | Flokkur heimilanna (hét áður Lýðveldisflokkurinn) |
J-listi: | Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun |
K-listi: |
Sturla Jónsson, K-listi (hét áður Framfaraflokkurinn) |
L-listi: | Lýðræðisvaktin |
M-listi: | Landsbyggðarflokkurinn |
P-listi | Lýðræðishreyfingin |
R-listi: | Alþýðufylkingin |
S-listi: | Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands (hét áður Samfylkingin) |
T-listi: | Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði (hét áður Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing. Hafði þá listabókstafinn O) |
V-listi: | Vinstrihreyfingin – grænt framboð |
Þ-listi: | Píratar |
Þó að stjórnmálasamtök hafi fengið úthlutað listabókstaf er það ekki formleg tilkynning um framboð sem berast eiga hlutaðeigandi yfirkjörstjórn fyrir klukkan 12 á hádegi 12. apríl. Landskjörstjórn auglýsir framboðslista eigi síðar en 17. apríl, eða tíu dögum fyrir kjördag.