Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2018 Utanríkisráðuneytið

Halló, sveitastjórnarkonur!

Frá undireritun samkomulagins í morgun. Ljósmynd: ICEIDA - mynd

Sendiráðið Íslands í Lilongve skrifaði í dag undir samkomulag við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (e. Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí 2019.

Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns íslenska sendiráðsins í Lilongve er 50:50 herferðinni ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í pólitík.

„Verkefnið sem Ísland styður verður framkvæmt í Mangochi héraði á næstu tíu mánuðum í samvinnu við héraðsyfirvöld, stjórnmálaflokka, og aðra hagsmunaaðila,“ segir Ágústa.

Til þings er kosið í 12 einmenningskjördæmum innan Mangochi héraðs og komust tvær konur á þing í síðustu kosningum. Það er kosið til héraðsstjórnar í 24 kjördeildum. Árið 2014 hlaut engin kona kosningu í héraðsstjórn.

Norðmenn eru aðal styrktaraðilar verkefnisins.

Nánar

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
10. Aukinn jöfnuður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta