Úrræði gegn atvinnuleysi
Nýlega setti félags- og tryggingamálaráðherra reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði og nám sem heimilt er að stunda á atvinnuleysisbótum, styttri námskeið, starfstengd úrræði, námsúrræði, atvinnutengda endurhæfingu og ráðgjöf. Vinnumálastofnun er heimilt að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku þeirra sem tryggðir eru úr sjóðnum í vinnumarkaðsaðgerðum.
Vinnumálaastofnun hefur tekið saman helstu reglur, eyðublöð og annað sem þessu tengist og eru upplýsingarnar aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar.