Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

Árétting um reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Sveitarfélögum er nú gert að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags í samantekin reikningsskil miðað við hlutfallslega ábyrgð. Þær breytingar tóku í gildi frá og með rekstrarárinu 2021 með gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga þann 15. febrúar 2021.

Heimild til frestunar

Álitamál hafa komið upp varðandi það hvernig bæri að útfæra þær breytingar á reikningsskilum sem fram komu í reglugerð nr. 230/2021. Til að mynda þótti fyrirséð að ef útfæra þyrfti þessar breytingar í ársreikningi ársins 2021 myndi það tefja ársuppgjör sveitarfélaga fyrir það ár. Ráðherra hefur því með nýrri reglugerð nr. 14/2022 (um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga) veitt sveitarfélögum heimild til þess að beita ekki þeirri aðferð sem lýst er í 3. mgr. 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 við gerð ársreiknings fyrir árið 2021.

Velji sveitarfélög að nýta sér þessa heimild skulu þau hafa lokið við gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna áranna 2022-2025 í síðasta lagi fyrir 1. júní 2022. Við gerð viðaukans skulu þau beita þeirri aðferð sem lýst er í 3. mgr. 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015.

Reglugerðin með heimildinni hefur þegar öðlast gildi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta