Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi
Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2014-2015.
Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2014-2015. Auk styrkja til háskólanáms og rannsóknastarfa eru veittir styrkir til tungumálanáms, kynnisheimsókna, starfsþjálfunar á ákveðnum sviðum svo og eru veittir sérstakir styrkir til listamanna. Einnig eru í boði styrkir fyrir fyrrverandi DAAD-styrkþega.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á eftirfarandi vefslóð:
- https://www.daad.de/deutschland/stipendium/datenbank/en/15342-daad-country-specific-information-on-the-daad-scholarship-programmes-01-01?code=&land=81
- Vinsamlega athugið að umsóknir um styrki til doktorsnáms og styrki fyrir unga vísindamenn þarf að fylla út rafrænt en jafnframt skila á pappír til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
- Frekari upplýsingar um styrkina veitir Jessica Guse, aðjúnkt í þýsku við Háskóla Íslands ([email protected]).
- Upplýsingar veitir einnig Sabine Friðfinnsson hjá þýska sendiráðinu í síma 530 1100.
- Umsóknum skal skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 1. nóvember 2013.