Samgönguþing 21. júní – dagskrá og skráning
Skráning stendur yfir á samgönguþing sem haldið verður fimmtudaginn 21. júní nk. í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13-17.
Á samgönguþinginu, sem er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2019-2033, verður fjallað um áskoranir í samgöngumálum, framkvæmdir og fjármögnun, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og hlutverk upplýsingatækninnar í framtíðarsamgöngum. Frummælendur fjalla um hvert málefni og í kjölfarið verða umræður með þátttöku sérfræðinga á viðkomandi sviði, ásamt fyrirspurnum úr sal.
Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð tillagna að samgönguáætlun. Í lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, segir að ráðið skuli minnst einu sinni við gerð nýrrar samgönguáætlunar standa fyrir samgönguþingi sem ætlað sé að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð samgönguáætlunar.
Samgönguþing er öllum opið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið: [email protected].
DAGSKRÁ SAMGÖNGUÞINGS 21. JÚNÍ 2018:
13:00 SETNING
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Samgönguáætlun 2019-2033 – staða og helstu áherslur
Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs
13:20 FRAMKVÆMDIR
Áskoranir, framkvæmdir og fjármögnun
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skattstofnar ökutækja og eldsneytis – framtíðaráskoranir
Benedikt S. Benediktsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Fjármögnun stærri vegaframkvæmda
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkfræðingur
Umræður: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
14:20 Kaffihlé
14:40 ÞJÓNUSTA
Almenningssamgöngur – ávinningur af heildstæðri stefnu
Árni Freyr Stefánsson, verkfræðingur hjá Mannviti
Umræður: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, og Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
15:20 ÖRYGGI
Umferðaröryggi og samfélagslegur kostnaður
Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Eflu
Ástandið í umferðinni og ávinningur af sýnilegu eftirliti
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi
Umræður: Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður hagdeildar hjá Sjóvá, og Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur
16:00 TÆKNI
Upplýsingatækni, iðnbylting og samgöngur: Hvaða möguleikar skapast í samgöngum með nýrri tækni 4. iðnbyltingarinnar
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Umræður: Lilja G. Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viaplan, og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
16:30 Léttara hjal með Sóla Hólm, þinglok og léttar veitingar
Þingstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.