Umsóknir um stuðningslán komnar í 2,2 milljarða
Stuðningslán eru hluti af viðspyrnuaðgerðum stjórnvalda og er ætlað að styðja við smærri og meðalstór fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli.
Tekið er á móti umsóknum um stuðningslán á Ísland.is en stjórnvöld hafa samið við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku, Landsbankann og Sparisjóðina um framkvæmd lánanna. Fyrirtæki fá því lán afgreidd hjá sínum viðskiptabanka.
Umsóknir ásamt upplýsingum um stuðningslánin er að finna hér:
https://vidspyrna.island.is/studningslan
Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveru.
https://www.althingi.is/altext/150/s/1420.html
Reglugerð um stuðningslán:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=78286c71-0c3d-4c7b-b300-7f258bc3851f