Hoppa yfir valmynd
23. júní 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skjal um öryggisflokkun gagna íslenska ríkisins í samráðsgátt

Skjal um öryggisflokkun gagna íslenska ríkisins í samráðsgátt  - myndMynd/blogtrepreneur.com/tech

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt skjal um öryggisflokkun gagna í stjórnsýslu íslenska ríkisins í samráðsgátt og er umsagna óskað um efnið.

Skjalið lýsir öryggisflokkun gagnanna út frá eftirfarandi atriðum:

  • Öryggissjónarmiðum
  •  Skilvirkri og samræmdri hagnýtingu gagna
  •  Gildandi lögum og reglugerðum og innlendum og alþjóðlegum skuldbindingum

Öryggisflokkar gagna taka til allra gagna sem ríkisaðilar safna, vista, vinna með, búa til og gera aðgengileg, í þágu hlutverks síns, þ.m.t. gögn sem stafa frá eða gerð eru aðgengileg þriðja aðila. Flokkun gagna í öryggisflokka er ein af lykilforsendum þess að hægt sé að ná markmiðum stjórnvalda um aukna hagnýtingu gagna. Öryggisflokkar segja til um hvers konar varnir og ráðstafanir þarf að viðhafa fyrir gögn í viðkomandi flokki og er brýn þörf á að samræma flokkun og öðlast sameiginlega sýn á gögn og öryggisstig þeirra, svo auka megi hagnýtingu gagnanna og vitund um hverju þarf að kosta til við varnir gegn utanaðkomandi vá eða gagnaleka.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið falið leiðandi hlutverk á sviði upplýsingatækni og stafrænnar umbreytingar hins opinbera, þar á meðal samþættingar og notkun gagna innan ríkisrekstrarins.

Vinnuhópi var falið að leggja drög að öryggisflokkun gagna í nóvember 2021. Í honum sátu fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Að auki sat í hópnum fulltrúi frá einkafyrirtækinu GRID. Vinnuhópurinn kynnti vinnu sína fyrir ráðuneytum og mikilvægum stofnunum sem framleiða, vista, vinna með og birta gögn.

Frestur til að veita umsögn um skjalið er til og með 19. ágúst nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta