Hoppa yfir valmynd
24. október 2012 Dómsmálaráðuneytið

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu um niðurstöðu talningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Hún mun koma saman til fundar mánudaginn 29. október  til að lýsa úrslitum hennar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en áður nefndur fundur verður haldinn.

Tilkynning landskjörstjórnar fer hér á eftir:

Talningu atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október sl. um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd lauk kl. 22.40 hinn 21. október. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 236.903 kjósendur á kjörskrá og greiddu 115.980 manns atkvæði.

Atkvæði féllu þannig um spurningar 1-6:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá

Atkvæði         hlutföll

73.408            64,2 %

Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá

Atkvæði         hlutföll

36.252            31,7 %

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Atkvæði         Hlutföll

        84.633             74,0 % 

Nei     17.441             15,2 % 

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi

Atkvæði         Hlutföll

        58.354             51,1 % 

Nei     43.861             38,3 % 

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?          

Atkvæði         Hlutföll

        78.356             68,5 % 

Nei     21.623             18,9 % 

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?

Atkvæði         Hlutföll

        66.554             58,2 % 

Nei     33.536             29,3 % 

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Atkvæði         Hlutföll

        72.523             63,4 %

Nei     26.402             23,1 %

Ógild atkvæði voru 1.493, þar af 661 auður seðill en 832 atkvæði voru ógilt af öðrum ástæðum.

Landskjörstjórn hafa enn fremur borist eftirrit af gerðarbókum yfirkjörstjórna. Landskjörstjórn hefur ákveðið að hún komi saman kl. 12.00, mánudaginn 29. október nk. til þess að lýsa úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en fundur landskjörstjórnar verður haldinn. Að þeim fundi loknum tilkynnir landskjörstjórn innanríkisráðuneytinu um niðurstöður sínar. Ráðuneytið auglýsir að því loknu úrslit atkvæðagreiðslunnar í Lögbirtingablaði og Ríkisútvarpi.

Landskjörstjórn, 23. október 2012.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta