Hoppa yfir valmynd
21. mars 2013 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Noregs

Össur og Trond Giske, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hóf  í dag tveggja daga opinbera heimsókn sína til Noregs. 

 Á meðan heimsókninni stendur mun hann funda með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra,  Trond Giske, viðskipta- og iðnaðarráðherra, Ola Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra,  Dag Terje Andersen,  forseta norska Stórþingsins og utanríkis- og varnarmálanefnd þingsins. Þá mun utanríkisráðherra einnig ganga á fund Haralds V Noregskonungs. 

Með boðinu til utanríkisráðherra um að heimsækja Noreg endurgalt norski utanríkisráðherrann boð til Íslands sem fyrirrennari hans þáði í september 2011.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta