Hoppa yfir valmynd
13. mars 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Isavia fellir tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur tilkynnt ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að félagið muni fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli.

Með þessu styður félagið við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu gildir þessi ákvörðun á meðan að núverandi ferðabann borgara innan Schengen svæðisins til Bandaríkjanna varir.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun:

„Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta