Framboðslistar birtir á vefnum
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eru 184 talsins en sveitarfélög landsins eru alls 74. Flestir listar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta. Hlutbundnar kosningar verða í 53 sveitarfélögum. Í átján sveitarfélögum eru aftur á móti engir listar í framboði. Þar verða því óhlutbundnar kosningar sem þýðir að allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins eru í kjöri.
Óhlutbundnar kosningar munu fara fram í eftirtöldum átján sveitarfélögum: Akrahreppi, Árneshreppi, Ásahreppi, Borgarfjarðarhreppi, Breiðdalshreppi, Dalabyggð, Fljótsdalshreppi, Grýtubakkahreppi, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kaldrananeshreppi, Kjósarhreppi, Reykhólahreppi, Skagabyggð, Skorradalshreppi, Svalbarðshreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Tálknafjarðarhreppi.
Í þremur sveitarfélögum er aðeins einn listi í boði og þar er því sjálfkjörið: Í Tjörneshreppi, Skútustaðahreppi og Vesturbyggð.
Hér er tengill sem vísar á sveitarfélög eftir landshlutum og þau framboð sem fyrir liggja í viðkomandi sveitarfélagi.