Ný reglugerð um búsetu fatlaðra
Þann 1. janúar 2003 gengur í gildi ný reglugerð um búsetu fatlaðra nr. 296/2002 með síðari breytingum. Frá þeim tíma greiða allir íbúar á sambýlum fatlaðra húsaleigu og eiga jafnframt rétt á húsaleigubótum.
Húsaleigubætur greiðast ýmist á grundvelli þinglýsts húsaleigusamnings eða yfirlýsingar sem staðfest er af forsvarsmanni svæðisskrifstofu/þjónustu við fatlaða á viðkomandi svæði. Þegar yfirlýsing kemur í stað húsaleigusamnings sér forsvarsmaður svæðisskrifstofu/þjónustu við fatlaða á svæðinu um að yfirlýsingin sé send félagsþjónustunni, en þinglýsing á henni er óþörf.
Reglugerð um búsetu fatlaðra nr. 555/1994 (fellur úr gildi 1. janúar 2003)
Reglugerð um búsetu fatlaðra nr. 296/2002, sbr. reglugerð. nr. 685/2002 og nr. 856/2002 (gildistaka 1. janúar 2003)