Morgunverðarfundur vegna Evrópuárs fatlaðra 2003
Laugardaginn 5. apríl nk. stendur félagsmálaráðuneytið fyrir morgunverðarfundi þar sem málefni fatlaðra á árinu verða til umræðu. Fundurinn verður haldin á Grand Hótel Reykjavík frá 09.15-12.00 og er aðgangur ókeypis.
Árið 2003 hefur verið tileinkað málefnum fatlaðra á vettvangi Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Félagsmálaráðuneytið tekur þátt í þessu samstarfi Evrópuþjóða fyrir Íslands hönd og eru einkunnarorð ársins "samfélag fyrir alla". Markmiðið er að fólk með fötlun geti orðið virkir þátttakendur í því samfélagi sem það lifir í. Gott aðgengi að menntun og öflugur stuðningur við fatlaða á almennum vinnumarkaði eru forsendur þess að þeir fái notið sömu tækifæra og aðrir í samfélaginu.
Dagskrá fundarins
09:15-09:30 Þátttakendum boðið til morgunverðar.
09:30-09:40 Samfélag fyrir alla, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra.
09:40-09:50 Á tímamótum, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
09:50-10:00 Væntingar Öryrkjabandalagsins til árs fatlaðra, Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.
10:00-10:45 Fötlun breytt í færni, Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.
10:45-10:50 Fyrirspurnir.
10:50-11:00 Tónlist.
11:00-11:20 Starfsendurhæfing dregur úr örorku, Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir.
11:20-11:30 Menntun fyrir alla, Eygló Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu.
11:30-11:40 Væntingar Þroskahjálpar til árs fatlaðra, Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
11.40-11:50 Vefsvæði www.arfatladra.is opnað, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra.
Fundarstjóri verður Elín Hirst fréttastjóri.