Skyr senn fáanlegt á Indlandi
Ein frægasta afurð Íslands, skyr, fæst senn á Indlandi. Um er að ræða gamlan draum þeirra félaga SN Dwivedi, framkvæmdastjóra ELcomponics Group, og Jóns Tryggvasonar, framkvæmdastjóra IceIndia ehf., sem nú verður að veruleika. Fyrirtækið Skyrrup mun framleiða skyrið í samstarfsverkefni milli Íslands og Indlands. Verksmiðjan er staðsett í hverfinu Sector 58 í Noida og verður hún gangfær og tilbúin til að hefja framleiðslu á skyri í september 2022. Til að byrja með verður boðið upp á hreint skyr en auk þess verður skyrið framleitt með vanillu-, bláberja og mangóbragði. Vonir standa til að hægt verði að bæta við fleiri bragðtegundum með tíð og tíma.