Mannanafnanefnd, úrskurðir 14. maí 2009
FUNDARGERÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn fundur í mannanafnanefnd að Neshaga 16, Reykjavík. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Ágústa Þorbergsdóttir og Veturliði G. Óskarsson. Neðangreind mál voru tekin fyrir:
1. Mál nr. 35/2009 Eiginnafn: Ísbjörn (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Ísbjörn (kk.) tekur beygingu í eignarfalli, Ísbjarnar og Ísbjörns, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ísbjörn (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt báðum eignar-fallsendingum þess, Ísbjarnar og Ísbjörns.
2. Mál nr. 36/2009 Eiginnafn: Atalía (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Atalía (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist Atalíu í aukaföllum.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Atalía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsendingu þess, Atalíu.
3. Mál nr. 37/2009 Millinafn: Valagils
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Valagils er dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Millinafnið Valagils uppfyllir þannig ákvæði 6. gr. fyrrnefndra laga.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Valagils er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
4. Mál nr. 38/2009 Eiginnafn: Adríana (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Adríana (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist Adríönu í aukaföllum.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Adríana (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfalls-endingu þess, Adríönu.
5. Mál nr. 39/2009 Eiginnafn: Ollý (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Ollý (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli, Ollýjar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ollý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsendingu þess, Ollýjar.
6. Mál nr. 40/2009 Eiginnafn: Álfrós (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Álfrós (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli, Álfrósar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Álfrós (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
7. Mál nr. 41/2009 Eiginnafn: Emeralda (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Emeralda (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist Emeröldu í aukaföllum.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Emeralda (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfalls-endingu þess, Emeröldu.
---------------------------------------------
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.