Hoppa yfir valmynd
4. júní 2024

Fundur í Nepal með fyrrverandi nemendum í Jafnréttisskólanum.

Fyrrverandi nemendur frá Nepal í Jafnréttisskólanum á Íslandi sögðu frá reynslu sinni á morgunverðarfundi með Guðna Bragasyni sendiherra í Kathamandu. Á fundinum var einnig  Hima Bista framkvæmdastjóri Women Lead Nepal samtakanna og teymi hennar. Women Lead Nepal er eitt af fyrstu leiðtoga- og fagsamtökum ungra kvenna í Nepal og er með viðamikil verkefni í landinu. Nemendur GRÓ GEST fjölluðu einnig um það, hverning námið í jafnréttisskólanum hefði nýst í starfinu í Nepal. Rahul Chontham viðskiptafulltrúi sat einnig fundinn.

 

  • Fundur í Nepal með fyrrverandi nemendum í Jafnréttisskólanum. - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum