Evrópumál og Brexit, öryggismál og norræn samvinna voru á meðal dagskrárefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló, sem lauk fyrr í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn sem ennfremur tók til málefna Sameinuðu þjóðanna og Norðurskautsráðsins. Þá gerði Guðlaugur Þór grein fyrir áherslum í formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu.
„Norræn samvinna fer vaxandi á flestum sviðum og skiptir okkur Íslendinga mjög miklu. Þetta eru okkar nánustu vinaþjóðir og með þeim deilum við gildum og hagsmunum," segir Guðlaugur Þór.