Hoppa yfir valmynd
26. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020:

Sendiráðið vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 mun hefjast í sendiráðinu á morgun. Miðvikudag 27. maí og föstudag 29. maí milli kl. 13:00 og 15:00 verður tekið á móti kjósendum í sendiráðinu. Í fyrstu viku júní verður einnig boðið uppá sömu tíma þ.e. miðvikudag og föstudag 3. og 5. júní.

Sendiráðið mun auglýsa frekari opnunartíma fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu frá annarri viku júnímánaðar er nær dregur en þá verður einnig þörfin á sérstökum opnunartíma utan venjubundins vinnutíma metin í tilliti til fjölda kjósenda, rými sendiráðsins og gildandi sóttvarnarráða.

Kjósendur eru hvattir til að vera tímalega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eins og áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd.

Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna Covid-19 faraldursins m.a. eftirfarandi:

  • Kjósendur skulu hafa meðferðis eigin penna.
  • Einungis sá sem ætlar að kjósa skal koma í sendiráðið, ef fleiri eru í föruneyti þurfa þeir að bíða utandyra (gildir einnig á ræðisskrifstofum).
  • Kjósendur skulu sótthreinsa hendur við komu í sendiráðið.
  • Fáum í einu verður hleypt inn í sendiráðið í einu og biðjum við kjósendur vinsamlega um að sýna biðlund þegar margir eru á staðnum í einu.

Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofum Íslands í Noregi:

  • Álasund: skv samkomulagi við ræðismann.
  • Bergen: laugardagana 6., 13. og 20. júní milli kl. 13:00 og 15:00.
  • Bodö: fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júni kl. 10.00-12.00
  • Haugesund: alla virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.
  • Kristiansand: skv samkomulagi við ræðismann.
  • Stavanger/Sandnes: fimmtudag 4. juni 15.30 – 18.30
  • Tromsö: skv samkomulagi við ræðismann.
  • Trondheim: laugardagana 6., 13. og 20. júní milli kl. 13:00 og 15:00.

Listi yfir ræðisskrifstofur í Noregi, heimilisföng þeirra, símanúmer og netföng.

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu skráðir á kjörskrá á Íslandi, þá má ganga úr skugga um það í gegn um Þjóðskrá Íslands, en einnig má lesa um reglur um kosningarétt á vef þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta