Hoppa yfir valmynd
2. september 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Frumvarp um íslensk landshöfuðlén í samráðsgátt

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 16. september 2019.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið nýrrar löggjafar sé að setja sanngjarnan ramma utan um starfsemi skráningarstofa sem hafa umsjón með landshöfuðlénum með beinni skírskotun til Íslands, tryggja að starfsemin sé innan íslenskrar lögsögu, hún sé örugg, gagnsæ, og skilvirk og hún samrýmist íslenskum lögum.

Lagt er til í frumvarpinu að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráningastofu landshöfuðlénsins .is og annarra landshöfuðléna sem kunna að verða samþykkt í framtíðinni og munu hafa beina skírskotun til Íslands. Þá eru m.a. lögð til úrræði fyrir stjórnvöld til að loka eða haldleggja skráð lén undir íslensku landshöfuðléni.

Í dag er ekki að finna heildstæða löggjöf hér á landi um landshöfuðlén með beina skírskotun til Íslands, þ.e. landshöfuðlénið .is (e. country code top level domain). Þá er hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf, hvorki í fjarskiptalögum nr. 81/2003 né öðrum sérlögum er varða netið með einhverjum hætti. Landshöfuðlénum er útdeilt til allra ríkja og beina skírskotun til viðkomandi ríkja. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta