Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2019 Matvælaráðuneytið

Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur heimilað íslenskum stjórnvöldum að setja sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti. Þetta felur í sér að við innflutning á þessum matvælum skuli fylgja vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti um umræddar viðbótartryggingar hinn 4. júlí sl.

Ástæða þess að ESA heimilar íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um umræddar viðbótartryggingar vegna innflutnings er að á Íslandi er tíðni salmonellu mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir. Umræða um mögulega umsókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undanfarin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með formlegri umsókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem framundan er að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta