Hoppa yfir valmynd
21. september 2009 Innviðaráðuneytið

Heimsókn frá Papúa Nýju Gíneu til samgönguráðherra

Fulltrúar flugfélagsins Air Niugini frá Papúa Nýju Gíneu heimsóttu samgönguráðherra síðastliðinn föstudag. Flugfélagið hefur undanfarin ár átt samstarf við Loftleiðir Icelandic.

Wasantha Kumarasiri, forstjóri Air Niugini, James Tjeong, formaður stjórnar félagsins, Simon Foo varaformaður og Ian Shepherd, lögfræðingur Air Niugini, ræddu við Kristján L. Möller samgönguráðherra ásamt Guðna Hreinssyni framkvæmdastjóra Loftleiða Icelandic og Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Ingvari Sverrissyni, aðstoðarmanni ráðherra. Fulltrúar Air Niugini gerðu samgönguráðherra grein fyrir samstarfi sínu við Íslendinga og sjónarmiðum þar að lútandi.

Tvær vélar Loftleiða Icelandic eru nú í verkefnum hjá Air Niugini, ein B757-200 og ein B767-300ER. Vélarnar eru leigðar út með viðhaldi og sér viðhaldsþjónusta Icelandair um skipulagningu og framkvæmd viðhalds vélanna.


Fulltrúar Air Niugini heimsóttu samgönguráðherra.

Á myndinni frá vinstri: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Guðni Hreinsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, Ian Shepherd, lögfræðingur Air Niugini, Wasantha Kumarasiri, forstjóri Air Niugini, Kristján L. Möller samgönguráðherra, James Tjeong, formaður stjórnar Air Niugini, Simon Foo, varaformaður stjórnar Air Niugini og Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður ráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta