Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2008 Utanríkisráðuneytið

Yfirlýsing vegna ástandsins í Suður-Ossetíu

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna átakanna sem brotist hafa út í Suður-Ossetíuhéraði í Georgíu. Kvað utanríkisráðherra það sérstakt áhyggjuefni að öryggi óbreyttra borgara hefði verið stefnt í voða og lagði hún áherslu á að fundin yrði friðsamleg lausn á deilunni sem allra fyrst. Fulltrúum Íslands hjá alþjóðastofnunum sem um málið fjalla hefur verið falið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Fylgist fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum með umræðum í öryggisráði SÞ um málið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta