16. ágúst 2002 DómsmálaráðuneytiðMannanafnanefnd, úrskurðir 16. ágúst 2002Facebook LinkTwitter Link Þann 16. ágúst 2002, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir. Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu: Mál nr. 45/2002 Eiginnafn: Sandel (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Sandel tekur eignarfallsendingu (Sandels) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Sandel er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 46/2002 Eiginnafn: Adríel (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Adríel tekur eignarfallsendingu (Adríels) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Adríel er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 47/2002 Eiginnafn: Addi (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Addi tekur eignarfallsendingu (Adda) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Addi er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 48/2002 Eiginnafn: Nikolas (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginafnið Nikolas telst vera ritmynd af eiginnafninu Nikulás og skal fært á mannanafnaskrá. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Nikolas er tekin til greina og skal fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af Nikulás. Mál nr. 49/2002 Eiginnafn: Engla (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Engla tekur eignarfallsendingu (Englu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Engla er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 50/2002 Millinafn: Höfðdal Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Millinafnið Höfðdal telst fullnægja 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Úrskurðarorð: Beiðni um millinafnið Höfðdal er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 51/2002 Eiginnafn: Fía (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Fía tekur eignarfallsendingu (Fíu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Fía er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 52/2002 Eiginnafn: Demus (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Demus tekur eignarfallsendingu (Demusar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Demus er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 53/2002 Eiginnafn: Stefan (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginafnið Stefan telst vera ritmynd af eiginnafninu Stefán og skal fært á mannanafnaskrá. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Stefan er tekin til greina og skal fært á mannanafnaskrá sem ritmynd af Stefán. Mál nr. 54/2002 Eiginnafn: Adela (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Adela tekur eignarfallsendingu (Adelu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Adela er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 55/2002 Eiginnafn: Annamaría (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Annamaría telst ekki myndað í samræmi við almennar nafnamyndunarreglur íslensks máls og telst því brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá hefur Annamaría ekki unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Annamaría er hafnað. Mál nr. 56/2002 Eiginnafn: Dyljá (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Nafnið Dyljá telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og fullnægir því ekki 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Dyljá er hafnað. Mál nr. 57/2002 Eiginnafn: Garri (kk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Garri tekur eignarfallsendingu (Garra) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Garri er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 58/2002 Beiðni um aðlögun erlends nafns að íslensku. Með bréfi Hagstofu Íslands dags. 9. ágúst 2002, er með vísan til 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, óskað úrskurðar um beiðni XXX, um að breyta rithætti eiginnafns XX úr Anzhela í Angela, sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 til hliðsjónar, svo nafnið verði lagað að íslensku máli í þjóðskrá. Mannanafnanefnd telur lagaskilyrði uppfyllt og er fallist á framangreinda beiðni. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni um breytingu á rithætti úr Anzhela í Angela. Mál nr. 59/2002 Beiðni um aðlögun erlends nafns að íslensku. Með bréfi Hagstofu Íslands dags. XXX, er með vísan til 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, óskað úrskurðar um beiðni XXX, um að breyta rithætti eiginnafna dóttur sinnar úr Marie í María og úr Aurelia í Árelía, sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 til hliðsjónar, svo nöfnin verði löguð að íslensku máli í þjóðskrá. Mannanafnanefnd telur lagaskilyrði uppfyllt og er fallist á framangreinda beiðni. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni um breytingu á rithætti úr Marie Aurelia í María Árelía. Mál nr. 60/2002 Eiginnafn: Torfheiður (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Eiginnafnið Torfheiður tekur eignarfallsendingu (Torfheiðar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Torfheiður er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Mál nr. 61/2002 Breyting á rithætti: Reginbaldur í Reginbald (kvk.) Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: Reginbald telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst hefð fyrir slíkum rithætti. Reginbald fullnægir því ekki 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Úrskurðarorð: Beiðni um breytingu á rithætti úr Reginbaldur í Reginbald er hafnað. Fleira ekki gert, fundi slitið. EfnisorðMannanafnanefnd